top of page

Skilmálar

GILDANDI LÖG OG LÖGSAGA

Um réttindi og skyldur samningsaðila sem tengjast notkun á Xpat eða leiða af skilmálum þessum fer samkvæmt íslenskum lögum.
Rísi ágreiningsmál milli aðila vegna notkunar á Xpat eða vegna skilmála þessara skal slíku máli ráðið til lykta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nema annað sé tekið fram.

SKILMÁLAR FYRIR NOTENDUR XPAT

Þessir skilmálar fyrir Xpat (hér eftir "skilmálar") gilda á milli Xpat (Búferlar ehf., kt. 530422-1190), Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur (hér eftir "Xpat") og notenda um notkun á Xpat. Með því að nota þá þjónustu sem Xpat veitir lýsir notandinn því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni. Óheimilt er að nota Xpat án þess að samþykkja skilmálana.

SKILGREININGAR

„Xpat“ er kerfi sem býður notendum þess upp á lausn til að skoða og fylgjast með lausum störfum,  hafa umsjón með eigin ferilskrám og kynningarbréfum. 
„Expati“ er einstaklingur sem skráð sig hefur í grunn Xpat. Expati er aðili sem telst umsækjandi.
„Fyrirtæki“ er fyrirtæki, félag, opinber lögaðili eða einstaklingur sem auglýsir starf laust til umsóknar á heimsíðu Xpat og fær pörun frá umsækjendum. Hugtakið fyrirtæki í skilmálunum nær einnig til vinnustaðaviðmóts fyrirtækis. Vinnustaðaviðmót merkir í þessu sambandi aðila sem stundar atvinnurekstur, óháð því hvort slíkur aðili starfar undir eigin kennitölu eða sé viðskiptaleg eining innan tiltekins félagaforms.
„Gagnagrunnur“ er samansafn hvers kyns efnis sem er raðað á kerfisbundinn eða aðferðafræðilegan hátt og er aðgengilegt með rafrænum hætti eða öðrum hætti, óháð birtingarformi þess og búið hefur verið til af Xpat, sbr. einnig lög nr. 73/1972 („höfundarréttarlögin“), sérstaklega gagnagrunnur um atvinnutilboð og notendasnið.
„Notendasnið“ er snið af ferilskrá einstaklinga í Xpat eða vinnustaðaviðmót í Xpat, sem inniheldur allar upplýsingar um umsækjandann eða fyrirtækið og byggir á upplýsingum sem umsækjandinn eða fyrirtækið hefur veitt í gegnum samfélagsmiðlaaðgang sinn eða hafa verið skráðar sérstaklega af umsækjanda eða fyrirtækinu.
„Samfélagsmiðlaaðgangur“ merkir hvers kyns aðgang umsækjandans eða fyrirtækisins að samfélagsmiðlum, sem umsækjandinn eða félagið notar til að afla gagna fyrir sniðmát þeirra (eins og Facebook, Google eða annað).
„Notandi“ er einstaklingur sem notar Xpat óháð því hvort hann hefur skráð þar persónuupplýsingar eða ekki.

NOTKUN AF NOTANDA

Notkun á Xpat af notanda samanstendur af:
Sem umsækjandi; af því að skoða atvinnuauglýsingar um laust starf frá fyrirtækjum, fylgjast með lausum störfum samkvæmt eigin vali umsækjanda á atvinnuflokkum, starfshlutfalli, staðsetningu atvinnu o.þ.h., uppfærslu eigin upplýsinga um starfsferil, hæfni og aðra kunnáttu sem skilgreind er á einstaklingsviðmóti hans, umsóknir um störf eða hvers konar önnur samskipti við fyrirtæki eða önnur samskipti við Xpat.
Notkun takmarkast á Xpat af notanda við almenna og löglega háttsemi og er aðeins fyrir notandann sjálfan. Notanda er eingöngu heimilt að nálgast og nota upplýsingar sem tengjast honum sjálfum og störfum sem auglýst eru af fyrirtækjum. Notanda er óheimilt að reyna að fá aðgang að og nota upplýsingar sem ætlaðar eru öðrum.

AÐGANGUR FYRIR EXPATA

Eftirfarandi gerðir aðgangs eru í boði fyrir expata:

Innskráning með símanúmeri. Símanúmer umsækjanda og SMS staðfestingarkóði eru notuð þegar umsækjandi stofnar einstaklingsviðmót sitt. Með því að skrá sig inn samþykkir notandinn skilmála þessa.
Innskráning með netfangi. Netfang umsækjanda og tölvupóstur með staðfestingarkóða eru notuð þegar umsækjandi stofnar einstaklingsviðmót sitt. Netfang starfsmanns fyrirtækis er notað til að stofna aðgang hans að fyrirtækjaaðgangi í Xpat. Með því að skrá sig inn samþykkir umsækjandi/starfsmaður skilmála þessa.
Innskráning með samfélagsmiðlum. Umsækjandi er innskráður gegnum samfélagsmiðlaaðgang. Með því að skrá sig inn samþykkir umsækjandinn skilmála þessa og samþykkir þar með að veita Xpat aðgang að upplýsingum sem hann kann að hafa veitt á samfélagsmiðlaaðgangi sínum. Upplýsingarnar eru aðeins sóttar þegar umsækjandinn skráir sig í fyrsta sinn. Ef umsækjandi uppfærir upplýsingar sínar á samfélagsmiðlaaðgangi uppfærast upplýsingarnar ekki sjálfkrafa í Xpat.
Aðgangur án innskráningar. Með þessu er aðeins hægt að skoða auglýsingar sem eru til staðar í Xpat. Með því að nota Xpat á þennan hátt samþykkir notandinn skilmála þessa.

 

UMSÓKNARFERLI

Hafi umsækjandi áhuga á að sækja um starf, sem auglýst er á Xpat, getur hann sent umsókn til fyrirtækis með þeim upplýsingum sem þegar eru til staðar á einstaklingsviðmót sínu ásamt þeim viðbótarupplýsingum sem fyrirtækið hefur óskað eftir og frekari upplýsingum sem umsækjandi vill koma á framfæri. Samskipti þessi eiga sér alltaf stað um Xpat.
Fyrirtækið og umsækjandinn bera ábyrgð á öllum samskiptum sem kunna að eiga sér stað þeirra á milli, hvort sem þau fara fram í gegnum Xpat eða ekki.
Umsækjandi getur dregið umsókn sína til baka hvenær sem er með því að velja viðeigandi valkost í Xpat.
Umsókn er aðgengileg fyrir fyrirtæki í Xpat í eitt ár frá því að umsækjandi sendir fyrirtæki umsókn nema umsækjandi loki aðgangi sínum áður eða dragi til baka umsókn.

PERSÓNU  UPPLÝSINGAR

Innskráningarupplýsingar notandans eru annaðhvort netfang, símanúmer hans ásamt SMS staðfestingarkóða sem er sendur til notandans frá Xpat eða aðgangsauðkenni umsækjanda fyrir samfélagsmiðlaaðgang við innskráningu. Netfang eða símanúmer gætu verið geymdar af Xpat en aðrar innskráningarupplýsingar eru ekki geymdar í Xpat.
Notandinn sjálfur er ábyrgur fyrir því að geyma innskráningarupplýsingar sínar og halda þeim leyndum. Verði notandi var við óeðlilega notkun eða að óviðkomandi hafi komist yfir innskráningarupplýsingar hans er það á ábyrgð notandans að gera viðeigandi ráðstafanir, svo sem að hafa samband við Xpat ehf.
Upplýsingar um notandann, sem hann hefur skráð í Xpat eða veitt aðgang að með aðgangi að samfélagsmiðlaaðgangi, eru geymdar með rafrænum hætti í gagnagrunni Xpat.
Xpat er ábyrgðaraðili í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga notenda, þ.m.t. þeirra sem umsækjandi gefur upp í einstaklingsviðmóti. Réttindi og skyldur í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga koma fram í persónuverndarstefnu Xpat sem finna má í appi og á vefsíðu félagsins www.xpat.is.

RÉTTINDI OG TAKMARKANIR

Xpat er höfundur gagnagrunnsins og er áskilinn öll réttindi höfundar gagnagrunns í samræmi við ákvæði höfundaréttarlaga m.a. 42. gr. c og 50. gr.
Notanda er skylt að veita Xpat eingöngu réttar, sannar og fullnægjandi upplýsingar og skrá sig undir sínu eigin nafni.
Notandi skuldbindur sig til að eiga samskipti við fyrirtæki og Xpat ehf. í samræmi við tilgang notkunar, sbr. m.a. ákvæði 2 í skilmálum þessum, og almennt nota Xpat á viðeigandi hátt og í samræmi við góða siði og venjur. Óheimilt er að dreifa hatursáróðri, ólöglegu eða óviðeigandi efni í gegnum Xpat. Leiki vafi á getur Xpat ákveðið hvort efni hafi að geyma hatursáróður, sé ólöglegt eða óviðeigandi og gera viðeigandi ráðstafanir.
Notanda er óheimilt að:
draga út eða endurnýta í heild eða að hluta gögn eða upplýsingar sem safnað er úr gagnagrunninum í þeim tilgangi að gera slíkt hluta af öðrum gagnagrunnum ("Skjáskröpun"); endurgera hugbúnaðinn sem Xpat byggir á á nokkurn hátt, þ.m.t. að gera afrit; dreifa hugbúnaðinum; birta eða gefa út hugbúnaðinn; þýða, aðlaga, raða eða breyta hugbúnaðinum á nokkurn hátt; hnýsast í innviði (reverse engineering), afkóða, taka sundur eða reyna að komast yfir forritunarkóðann á annan hátt; reyna að brjóta öryggisvarnir forritsins eða ráðast á forritið á annan hátt; reyna að fá aðgang að hlutum Xpat sem notandinn hefur ekki rétt á að fá aðgang að eða er ekki með leyfi frá Xpat ehf. til þess; koma í kring yfirálagi á þjónustuna með sjálfvirkninotkun; að öðru leyti nota Xpat í ósamræmi við tilgang þess, eða; brjóta gegn hugverkaréttindum Xpat.
Notanda er skylt að tilkynna Xpat um öryggisbresti sem hann kann að uppgötva við notkun á Xpat.
Í því skyni að koma í veg fyrir að brotist sé inn í aðgang notanda er notandi skyldugur til þess a.m.k. að: verja öll tæki gegn misnotkun; setja upp öruggar innskráningarupplýsingar; nota ekki aðgangsauðkenni sem notuð eru af þriðja aðila; vernda aðgangsauðkenni sín; og koma í veg fyrir misnotkun aðgangsauðkennis.
Komi upp galli við notkun á Xpat getur notandinn haft samband við Xpat í gegnum heimasíðu eða app Xpat. Notanda er ljóst og samþykkir að það gæti tekið Xpat nokkurn tíma að meta gallann og hvaða þjónusta er nauðsynleg.
Umsækjandi samþykkir að Xpat geti nýtt upplýsingar sem tengjast upplýsingum hans eða starfsumsóknum til að vinna ýmis konar ópersónugreinanlegar heildarupplýsingar um markað erlendra sérfræðinga.

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Xpat ber ekki ábyrgð á umsóknarferlinu eða þeim árangri sem næst með því að nota Xpat þar sem umsóknarferlið er alfarið á ábyrgð fyrirtækis og öllum fyrirspurnum um ferlið skal beint til viðkomandi fyrirtækis. Xpat er ekki ábyrgt fyrir útgjöldum eða öðrum kostnaði sem umsækjandi kann að verða fyrir í samskiptum við fyrirtæki, svo sem ef það ákveður að segja starfsmanni upp störfum, hætta við viðtal eða draga til baka tilboð um starf.
Umsækjandi veitir Xpat og fyrirtæki upplýsingar og sækir um störf á eigin ábyrgð. Xpat er ekki ábyrgt fyrir því hvernig fyrirtæki meðhöndlar umsóknir og upplýsingar sem umsækjandi veitir í umsóknarferlinu.
Xpat ber ekki ábyrgð á því ef tilkynningar frá Xpat reynast gallaðar, þeim seinkar eða ef notandinn fær þær ekki.
Xpat ber ekki ábyrgð á efni atvinnuauglýsinga frá fyrirtækjum eða lögmæti þeirra. Xpat er ekki ábyrgt fyrir mistökum, röngum dagsetningum eða áreiðanleika upplýsinga sem fyrirtæki skráir við stofnun auglýsinga eða síðar.
Xpat ber ekki ábyrgð á efni ráðningarsamninga eða því hvort ráðning starfsmanns samræmist lögum, t.d. sé í samræmi við gildandi vinnulöggjöf, jafnfréttislög eða ákvæði laga um ráðningar barna og ungmenna.
Xpat er ekki ábyrgt fyrir óþægindum eða skemmdum sem kunna að verða vegna bilana eða galla í Xpat, svo sem vélrænni bilun, tæknilegum mistökum, bilun í hugbúnaði, kerfisuppfærslu, galla í stýrikerfum, netkerfum eða fjarskiptakerfum eða vegna rofs á þjónustu Xpat vegna rafmagnsbilunar eða truflana á fjarskiptaþjónustu.
Xpat er ekki ábyrgt vegna óviðráðanlegra atvika (force majeure) sem geta leitt til þess að þjónusta Xpat verði óaðgengileg, svo sem vegna ákvarðana stjórnvalda, náttúruhamfara, verkfalla (þ.m.t. fyrirhuguð verkföll) eða verkbanna, uppreisna, uppþota, skemmdarverka, hryðjuverka eða stríða eða vegna annarra svipaðra atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða ráða við með venjulegum hætti af hálfu Xpat.
Ef Xpat bilar eða liggur niðri, kann þjónustan að verða tímabundið óaðgengileg fyrir notandann án réttar hans til bóta.
Notandinn er meðvitaður um og samþykkir þær ábyrgðartakmarkanir sem tilgreindar eru í þessari grein.

HUGVERK

Allt efni á vefsíðu og í appi Xpat, svo sem hönnun, texti, grafík, myndir, ljósmyndir, upplýsingar, vörumerki Xpat, tákn, tölvuforrit, frumkóði, gagnasöfn og önnur hugverk tilheyra eingöngu Xpat ehf. eða samstarfsaðilum og dótturfélögum og njóta verndar laga um höfundarrétt og hugverkaréttindi. Óleyfileg notkun, þ.m.t. afritun, fjölföldun eða dreifing á þessu efni, hvort sem er að hluta eða í heild, kann að brjóta gegn lögum og er óheimil án leyfis Xpat. Með því að samþykkja þessa skilmála og nota Xpat veitir Xpat notanda eða fyrirtæki ekki leyfi til að nota hugverkaréttindin á nokkurn annan hátt en sem nauðsynlegt getur talist til að sækja um störf eða bjóða störf í gegnum Xpat og til að hafa umsjón með starfsumsóknum.

bottom of page