top of page

Ísland er að ráða

Samtök iðnaðarins

23. jan. 2023

Fundur um ráðningu og móttöku erlendra sérfræðinga




Samtök upplýsingatæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins standa fyrir viðburði þriðjudaginn 31. janúar kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 þar sem fjallað verður um það sem er nauðsynlegt að hafa í huga við ráðningu og móttöku erlendra sérfræðinga til landsins. Samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins þarf um 9.000 sérfræðinga til starfa í hugverkaiðnaði ef vaxtaáætlanir fyrirtækja í iðnaðinum eiga að ná fram að ganga og ljóst er að mikið af þeim sérfræðingum munu þurfa að koma erlendis frá.

Dagskrá

  • Opnunarávarp - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

  • Mannauður - auðlind hugverkaiðnaðar - Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI

  • Panell - Mannauðsstjórar og erlendir sérfræðingar ræða sína reynslu af ráðningarferli og aðlögun

  • Umsókn um atvinnuleyfi - hvað þarf að hafa í huga? - Edda Bergsveinsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun

  • Aðlögun, búferlaflutningar, makinn og gæludýrið - Einar Örn Ævarsson, framkvæmdastjóri Xpat

  • Fundarstjórn - Gunnar Zoëga, forstjóri Opinna kerfa og formaður SUT

bottom of page