Hvers vegna Ísland?
Það er stór ákvörðun að hefja nýtt líf í öðru landi. Að flytja búferlum þýðir nýjar venjur og siðir, nýtt tungumál, ólík menning og almenn óvissa, hjá þessum breytingum verður ekki komist. En Ísland býr yfir stórkostlegum kostum sem erfitt er að finna í öðrum löndum.
Friður
Ísland er öruggasta land í heimi en landið toppar alþjóðlegan lista sem mælir frið og öryggi. Samkvæmt Global Peace Index er glæpatíðni lág, lífsgæði veruleg, skilvikrar forvarnir og lítil félagsleg og efnahagsleg misskipting. Ísland er herlaust land og lögreglan ber ekki vopn. Ísland er fyrirmyndarríki þegar kemur að frið og öryggi.
Ekkert stress
Íslendingar búa ekki við mjög formlega eða valdskipta vinnustaðarmenningu. Samskiptaform vinnustaða er opið og aðgengilegt. Allir eru ávarpaðir með skírnarnafni sínu, sama hvar þú ert í skipuritinu. Hér er auðvelt að mynda tengsl enda íbúafjöldi rétt um 360.000. Auðvelt er að tengja sig við rétta fólkið og afar líklegt að einhver sem þú vinnur með þekki þann sem þú þarft að tengjast. Fundamenning á Íslandi er afslöppuð og yfirleitt frekar óformleg.
Jafnrétti
Ísland hefur verið leiðandi land hvað jafnrétti kynjanna varðar síðan 2009. Óskýrður launamunur er rétt um 4.5% og hafa flest stór fyrirtæki innleitt jafnlaunavottun til að auka gagnsæi uppbyggingu launa innan félaga. Jafnlaunavottun tryggir að fyrirtæki greiði sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni.
Fæðingarorlof er jafnréttismál á Íslandi og fá báðir foreldrar 3 mánuði heima með barni og að auki aðra 3 mánuði sem forledrar geta skipt. Að fæðingarorlofi loknu geta börn komist inn á ungabarnaleikskóla og síðar á leikskóla fram að grunnskólagöngu.
Velferð
Samfélag velferðar er stórt mál á Íslandi að fyrirmynd hins norræna módels sem gengur út á samvinnu atvinnurekenda, stéttarfélaga og hins opinbera. Þessir aðilar vinna að umbótum fyrir launþega eins og öryggismálum,kjaramálum og almennri velferð launþega. Samstarf sem þetta hvetur stjórnmálamenn og aðila vinnumarkaðarins til að vinna saman og leita sátta um að leysa áskoranir á sama tíma og byggja upp samfélagslegt traust.
Jafnvægi vinnu og einkalífs
Íslendingum er umhugað um gott félags- og fjölskyldulíf og því alla jafnan gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Íslensk fyrirtæki eru fjölskylduvæn og almennt ríkir skilningur á starfsmenn þurfa að sinna tannlæknatímum, klippingu eða umstangi í kringum þarfir barnanna. Orlofstími er drjúgur og margir rauðir dagar í almannakinu. Meðal vinnuvika Íslendinga eru 40 klst með matar- og kaffitímum.
Nýsköpun
Ísland er mjög framarlega þegar kemur að nýsköpun og er árangurinn eftirtektarverður. Margt kemur hér að, ekki síst sú staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa séð virðið í að skapa hér umhverfi sem greiðir veg frjórra frumkvöðla. Hafa stjórnvöld tryggt drjúga endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði með því að hækka bæði hlutfall og hámark þess kostnaðar sem fyrirtæki getur fengið endurgreiddan. 80% rannsóknar- og þróunarkostnaðar eru laun starfsmanna. Lega lands og sú staðreynd að Ísland er eyja kann að ýta samfélaginu í frjóa hugusn, hér er veturinn langur og tækifæri til innblástrar frá magnaðri náttúru mörg. Íslensk sprotafyrirtæki hafa blómstrað og eiga einstakar lausnir til að mæta þörfum fyrirtækja á heimsvísu.
Náttúra
Náttúra Íslands er líklega það sem allir Íslendingar sammælast um að sé það besta við landið. Hvar sem þú ert á Íslandi er stutt að sjó eða fjöllum. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að keyra frá miðbæ Reykjavíkur í næstu náttúruperlu. Landið býr yfir óteljandi tækifærum til skoðunarferða með fjölbreyttu úrvali göngu- og hjólaleiða, hestaferða og golfvalla. Eftirlangan vinnudag ert auðvelt að skilja eftir amstur dagsins og hverfa í íslenska náttúru.
Lítið samfélag
Lítið samfélag gerir fjarlægðir stuttar og einfalt boðleiða- og samskiptakerfi. Hér þekkja allir alla.
Íslendingar kvarta ef leið þeirra til vinnu er meira en 30 mínútur, þannig að tími á háannatíma er sáralítill miðað við stóran hluta heimsins. Í nágrenni Reykjavíkur eru ferðir almenningssamgöngur tíðar og margir kjósa að hjóla í vinnuna.
Skattaafsláttur fyrir erlenda sérfræðinga
Á Íslandi er frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga sem ráðnir eru til starfa hér á landi vegna sérþekkingar sinnar og reynslu. Uppfylli sérfræðingur skilyrðin eru einungis 75% tekna þeirra tekjuskattsskyldar í þrjú ár frá ráðningu í starf. Viðkomandi þarf að búa yfir þekkingu eða reynslu sem ekki er fyrir hendi hér á landi eða einungis í litlum mæli og þarf hann að starfa á sviði rannsókna, þróunar og/eða nýsköpunar. Fyrir liggur áætlun um að stórbæta þessa skattalegu hvata á þessu kjörtímabili.
Heilbrigðisþjónusta og menntun
Erlendir starfsmenn sem koma til Íslands verða hluti af sjúkratryggingakerfinu eftir að hafa búið hér í sex mánuði. Geiðslur eru ekki meira en 25.000 krónur fyrir heilbrigðisþjónustu á einum mánuði og lækkar sú tala niður í 4.183 krónur í framhaldi. Þessi þjónusta felur í sér sjúkraþjálfun, læknisheimsóknir, meðferð við langtímasjúkdómum, skannanir og sjúkrahúsdvöl. Meðgönguskoðanir og fæðingar á Íslandi eru ókeypis. Menntun á Íslandi er á viðráðanlegu verði og mjög góð. Skólarnir sjálfir eru ókeypis (grunnskóla til framhaldsskóla), en þú borgar aukalega fyrir frístundanám eftir hádegi. Boðið er upp á niðurgreidda dagvistun fyrir öll börn frá tveggja ára aldri, þannig að báðir foreldrar geta unnið úti.
Trúfrelsi
Ísland er land trúfrelsis og fólk af öllum trúarbrögðum er ekki aðeins umborið heldur samþykkt og fagnað.
Stjórnarskrá landsins er alveg skýr hvað þetta varðar en þar segir að enginn má neins missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu. Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Sjálfbærni
Ísland er leiðandi í sjálfbærri orku og er knúið næstum 100% af vatnsafli og jarðvarmaorku. Græn orka og lítið mengandi iðnaður hafa gert vatn, jarðveg og umhverfi Íslands ótrúlega óspillt. Mataræði ríkt af fiski, hreint loft og vatn hefur hjálpað Íslendingum að ná 83 ára meðalævilengd. Rafmagn, heitt vatn, kalt vatn á sér allt náttúrulegan uppruna. Stærstur hluti raforkunnar er framleiddur vegna vatnsaflsvirkjana; heitt vatn kemur frá jarðhita og kalt vatn á sér venjulega upphaf á jökulsvæðum. Landið er mjög vistvænt og þökk sé því er Ísland eitt af þeim löndum sem eru hvað mest leiðandi í sjálfbærni.