top of page

Það sem við gerum

Hjálpum þér að koma þínum erlenda sérfræðingi áreynslulaust til landsins. 

 

Þörf fyrir sérfræðiþekkingu er að aukast þar sem stórauknar fjárfestingar í nýsköpun, hjá sprotum og fyrirtækjum sem eru lengra komin hafa litið dagsins ljós.

Það er hins vegar skortur á sérfræðingum og mörg fyrirtæki leita að að þekkingunni út fyrir landsteinana.

Barist er um sérfræðinga í þessum greinum um allan heim. Þeir kallast expatar.

Við sjáum allt ferlið.

Okkar sýn

Orðspor okkar er samofið árangri og upplifun þíns expata af búferlaflutningum og aðlögun í nýju landi.

 

Það er stór ákvörðun að yfirgefa móðurland sitt og hefja nýtt líf.

 

Það er okkur mikið kappsmál að flutningur og aðlögun heppnist vel.    

Við erum

Tilbúin að fara þá aukamílu sem til þarf svo að upplifun þíns félags og starfsmanns sem þú ræður, sé fumlaus og örugg.

Varan okkar er velferð fólks sem tekur á sig miklar breytingar.

Samkennd, yfirvegun, ábyrgð,  þolinmæði og skilningur eru okkar kjarna styrkleiki. 

Stofnendur Xpat Solutions koma úr mismunandi áttum og eiga það sameiginlegt að hafa allir reynslu af innflutningi erlendra sérfræðinga. Af eigin reynslu lærðum við að ferlið er flókið, þungt og kostnaðarsamt. Mistök eru dýr og geta tafið byrjunardag sérfræðings í nýrri vinnu.

Oftast er dýrasti starfsmaður fyrirtækisins að sökkva sínum tíma í ferlið.
 
Að úthýsa ferli umsókna, húsnæðisleitar, flutnings, aðstoðar við maka og aðlögun gerir þér kleyft að sinna þinni kjarnastarfsemi og láta okkur um að lendina þínum expata.

Upphafið

Stofnendur Xpat Relocation Services koma úr mismunandi áttum og eiga það sameiginlegt að hafa allir reynslu af innflutningi erlendra sérfræðinga. Af eigin reynslu lærðum við að ferlið er flókið, þungt og kostnaðarsamt. Mistök eru dýr og geta tafið byrjunar dag sérfræðings í nýrri vinnu.

Oftast er dýrasti starfsmaður fyrirtækisins að sökkva sínum tíma í ferlið.
 
Að úthýsa ferli umsókna, húsnæðisleitar, flutnings, aðstoðar við maka og aðlögun gerir þér kleift að sinna þinni kjarnastarfsemi og láta okkur um að lenda þínum expata.

Hildur Sidekick.jfif

Hildur Jónsdóttir, Quality Assurance Manager at SidekickHealth

Xpat eiga stærstan þátt í því að starfsmaður sem var nýkominn til landsins í vor, sé búinn að koma sér mjög vel fyrir hér á landi og á alveg ótrúlega skömmum tíma!

Árdís Stokkur.jfif

Ardis Bjork Jonsdóttir, CEO at Stokkur Software

Mér var bent á að hafa samband við Xpat þegar ég var að leita að aðstoð við að sækja um atvinnuleyfi fyrir erlendan starfsmann. Ég fékk úrvalsþjónustu og Einar gætti þess að halda bæði mér og starfsmanninum upplýstum í gegnum allt ferlið. Við vissum alltaf stöðuna og hvað myndi gerast næst. Ég get sannarlega mælt með þjónustu Xpat og mun án þess að hika leita aftur til þeirra.

Guðjón Pósturinn.jfif

Gudjon Agustsson, Chief Information Officer at Pósturinn

Ég leitaði til Xpat með athugun á forsendum afsláttar af tekjuskattstofni starfsmanns sem er skilgreindur sem erlendur sérfræðingur. Allt ferlið var afar faglegt og samskipti gengu hratt og vel fyrir sig. Mun klárlega leita til þeirra aftur.

2_edited_edited.jpg

Þorgeir Óðinsson CEO at Directive Games

Directive Games hafa þurft að leita talsvert út fyrir landssteinana eftir þekkingu. Ég hef leitað til Xpat með að sjá um öll leyfi og skattaafsláttinn ásamt því að nýta hjá þeim fasteignaleitina og alla þjónustuna um það ferli. 

Það hefur allt gengið frábærlega upp og Einar er í góðum samskiptum við mitt fólk enn þá þar sem alltaf eitthvað kemur upp.

 

Xpat hafa létt verulega róðurinn okkar með sinni þjónustu. 

Teymið

Umsagnir

bottom of page