top of page
Viking Boat Sculpture

Hvernig er staða atvinnuréttinda útlendinga í dag?

Fólki á vinnualdri mun fara hlutfallslega fækkandi vegna breyttrar heimsmyndar.

Kerfi fyrir dvalar- og atvinnuleyfi er flókið og tímafrekt. Tvær stofnanir sjá um leyfin en margar aðrar koma að umsóknarferlinu sem gerir umsækjendum erfitt fyrir.

Ísland stendur fremstu löndum að baki þegar kemur að því að laða fólk að og aðstoða við að verða fullgildir þátttakendur í samfélaginu.

Of þröngar skorður eru settar fyrir veitingu atvinnuleyfa og ákvarðanataka í kerfinu getur verið tilviljanakennd og grundvallast á óljósu mati á vinnumarkaði.

 


 

Handshake

Hvernig laða ég að erlendan starfsmann?

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram skýr vilji að auðvelda enn íslenskum fyrirtækjum aðgang að nauðsynlegri sérfræðiþekkingu og í því skyni verður erlendum sérfræðingum auðveldað að setjast að hér á landi og starfa hjá íslenskum fyrirtækjum.

Uppfylli sérfræðingur ákveðin skilyrði eru einungis 75% tekna hans tekjuskattsskyldar í þrjú ár frá ráðningu í starf.

Stjórnvöld hafa hækkað bæði hlutfall og hámark þess þróunarkostnaðar sem fyrirtæki geta fengið endurgreiddan. 

 

80% rannsóknar- og þróunarkostnaðar eru laun starfsmanna.

 
 

Byrjaðu snemma að undirbúa

Mikilvægt er að skilja þarfir erlenda starfsmannsins og fjölskyldu hans snemma. Undirbúningur hefst því áður en hann kemur. 

Góður undirbúningur og réttar upplýsingar lágmarka líkur á óheppilegri upplifun og tryggja að nýr starfsmaður mætir í nýja vinnu sannfærður um að ákvörðun um búferlaflutninga var rétt.

 Við hjálpum þér að mæta hans þörfum með því að taka fjarfund með öllum aðilum og kynnum ferlið, tímaramma og við hverju hann má búast.  

 

 

Going Over Data

Svona er ferlið okkar

Við sækjum um dvalar- og atvinnuleyfi, og sjáum um öll stofnannasamskipti. Ef starfsmaður uppfyllir ákveðin skilyrði sækjum við um afslátt af tekjuskattsstofni hans. 

Við finnum húsnæði sem hentar. Sjáum um úttekt og erum ráðgefandi varðandi leiguverð og sjáum um alla samningagerð.

Vantar maka vinnu? Við höfum milligöngu um að koma maka í samband við rétta aðila, hjálpum með ferilskrár, umsagnir og umsóknir.

​Við veitum ráðgjöf varðandi hvernig best er staðið að flutningum og vinnum náið með flutningsaðila í skipulagi og framkvæmd. 

Aðlögun expata og hans fjölskyldu er lykilatriði.
 

bottom of page