top of page

Umsóknir

Expat applications

Það getur verið flókið að flytja inn nýjan  starfsmann. Við tryggjum  að allt umsóknarferlið  gangi snurðulaust fyrir sig.

 

Til að starfsmaður geti hafið störf í nýju landi þarf að uppfylla ýmis skilyrði. Sækja þarf um dvalar- og atvinnuleyfi, sem og sjúkrakostnaðar-tryggingu.

 

Einnig er hægt að óska eftir afslætti af tekjuskattsstofni sérfræðingsins ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt.

Við sjáum um allt umsóknarferlið.

  

Húsnæði

Modern Kitchen

Erfitt getur reynst að finna hentuga eign.

 

Við vinnum náið með Ölmu leigufélagi og hjálpum starfsmanni að finna rétta húsnæðið, tökum eignina út og reynum að hafa val um fleiri en eina eign sem valmöguleika.

Við erum ráðgefandi varðandi leiguverð og vinnum ávallt með hagsmuni  starfsmanns í forgrunni.

Við gerum upplýsingapakka um leigumarkaðinn, leyfi, afsláttarkerfi sem í boði eru, reglugerðir og almennt umhverfi leigutaka.

Við finnum eignina sem hentar.

Makinn

Job interview

Íslenskt samfélag gerir frekar ráð fyrir að báðir aðilar séu útivinnandi.

 

Rannsóknir hafa sýnt að makar sem er án vinnu eiga erfiðara með að aðlagast og finna fyrir félagslegri einangrun.

Við höfum milligöngu um að koma maka í samband við rétta aðila, hjálpum með ferilskrár, umsagnir og umsóknir.

Við aðstoðum makann að finna vinnu.

Flutningur

Moving House

Búslóðaflutningar eru kostnaðarsamir og flóknir.

Eimskip er okkar bakhjarl og saman veitum við ráðgjöf varðandi hvernig best er staðið að flutningum. Við vinnum náið með starfsmanni í skipulagi og framkvæmd.

Við höfum milligöngu um öll samskipti varðandi flutninginn og leitum besta verðs.

Við aðstoðum með skipulag flutninga. 

Aðlögun

Quality Time

Við myndum persónuleg tengsl við nýja starfsmanninn svo við getum tryggt sem áreynslulausan flutning og aðlögun að nýjum aðstæðum.

Félagslegar tengingar sem starfsmaður hafði í heimalandi dofna og kallar á myndun nýrra tenginga í nýju landi.

Huga þarf að mörgu eins og að stofna til bankaviðskipta, síma og netþjónusta, skólamál barna, tómstundir og önnur þjónusta innan sveitarfélags sem þinn starfsmaður á rétt á.    

 

Við höfum kortlagt bestu leiðir. 

bottom of page